Miðvikudagur, 28. desember 2016
Lög og stjórnarskrá brotin á öryrkjum og öldruðum 2009-2015!
Upplýsingar þær, sem ég birti í gær um, að kaupmáttur tekna öryrkja hafi aðeins hækkað um 1 prósent á tímabilinu 2009-2015 á sama tíma og kaupmáttur lágmarkslauna hækkaði um 17 prósent leiða í ljós, að fráfarandi ríkisstjórn og ríkisstjórnin, sem sat á undan henni, hafa verið að brjóta lög á öryrkjum.Ég tel það sama gilda um kaupmátt lífeyris aldraðra, þar eð á fyrrnefndu tímabili hefur lífeyrir öryrkja og aldraðra hækkað jafn mikið.Það er sök stjórnvalda á þessu 6 ára tímabili, að lífeyrir skuli ekki hafa hækkað í samræmi við hækkun launa.En lögum samkvæmt á lífeyrir að hækka í samræmi við launahækkanir ( taka mið af launaþróun).Og einnig segir i lögunum, að ef vísitala neysluverðs hækki meira en laun eigi lífeyrir að hækka i samræmi við hækkun vísitölunnar.
Það er Hagfræðistofnun HÍ ,sem reiknaði út framangreindar tölur.Þær verða ekki véfengdar.Þær leiða í ljós,að stjórnvöld á tímabilinu 2009-2015 hafa haldið lífeyri öryrkja niðri á sama tíma og laun hækkuðu langt umfram lífeyri.Ég tel,að stjórnvöld hafi haldið lífeyri aldrara jafnmikið niðri.Ráðherrar og alþingismenn á umræddu tímabili hafa hér gerst sekir um alvarlegt lögbrot; hafa gerst sekir um að brjóta lög á öryrkjum og öldruðum. En jafnframt tel ég að stjórnarskráin hafi verið brotin á þessu fólki,þar eð lífeyrir var svo naumt skammtaður,að hann nægði ekki til framfærslu.Og samkvæmt stjórnarskránni eiga aldraðir og öryrkjar rétt á aðstoð frá rikinu,ef þörf er á.Og hér var svo sannarlega þörf á aðstoð.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.