Fimmtudagur, 29. desember 2016
Verið að íta eldri borgurum út af vinnumarkaðnum!
Nú eru aðeins 3 dagar þar til ríkisvaldið og Tryggingastofnun ítir stórum hluta eldri borgara út af vinnumarkaðnum en þá taka gildi ný lög um almannatryggingar,sem auka skerðingu tryggingalífeyris vegna atvinnutekna. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavik var i viðtali við RUV í fyrradag.Rætt var um hin nýju lög um almannatryggingar.Þórunn sagði, að staða eldri borgara á vinnumarkaðnum mundi stórversna við gildistöku nýju laganna.Frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra væri í dag 109 þúsund krónur á mánuði en það mundi lækka um áramót i 25 þúsund kr á mánuði.Ríkisstjórnin hefði boðað áður, að hún ætlaði að greiða fyrir atvinnuþátttku aldraðra en þetta hefði öfug áhrif.Þórunn hvaðst óttast alvarleg áhrif af nýjum lögum ríkisstjórnarinnar að þessu leyti til. Til dæmis hefðu margir eldri borgarar verið leiðsögumenn og hefðu menntað sig til þess.Þeir mundu hætta störfum vegna nýju laganna.Það gæti haft alvarleg áhrif fyrir ferðamannaiðnaðinn. Einnig hefðu margir eldri borgarar setið yfir í prófum.Þeir mundu einnig hætta, þar eð það borgaði sig ekki að vinna, þegar nýju lögin tækju gildi.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.