Miðvikudagur, 4. janúar 2017
Lægri framlög hægri stjórnarinnar til almannatrygginga en stjórnar Jóhönnu á kreppuárunum!
Fráfarandi ríkisstjórn,hægri stjórnin, hefur verið að guma af miklum framlögum til almannatrygginga.En hlutlausar tölur Hagstofunnar um framlög til almannatrygginga sem hlutfall af vergri landframleiðslu leiða annað í ljós.Árið 2015 nam framlag til almannatrygginga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 8,03%.Það er lægsta framlag í 8 ár og þar af leiðandi lægra en á kreppuárunum.Hæsta framlagið á þessu 8 ára tímabili var árin 2009 og 2011 en þá nam það 9,05 % af vergri landsframleiðslu.Það var í upphafi kreppunnar.2012 var framlagið 8,84% af vergri landframleiðslu.2014 var framlagið 8,47%.
Ef framlög Íslands til almannatrygginga eru borin saman við slík framlög á honum Norðurlöndunum kemur í ljós,að Island rekur lestina, með lægst framlag Norðurlandaþjóða til almannatrygginga.Hæst er framlagið hjá Dönum en lægst hjá Íslendingum og Norðmönnum sem hlutfall af þjóðartekjum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.