Laugardagur, 7. janúar 2017
Panamastjórnin í burðarliðnum!
Menn hafa verið að ræða það hvað ætti að skíra nýju hægri stjórnina sem talið er að komi fram eftir helgi.Í mínum huga er alveg ljóst hvað þessi stjórn á að heita.Auðvitað Panamastjórnin.
Búist er við því,að forstisráðherra í þessari nýju stjórn verði atjórnmálamaður,sem var í Panamaskjölunum, sem upplýstu hvaða Íslendingar hefðu verið í skattaskjólum á aflandseyjum.Þessi stjórnmálamaður er Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra.Ég fullyrði,að það hefði hvergi getað gerst í öðru landi V-Evrópu en hér,að Panamaskjalamaður væri gerður að forsætisráðherra! En þetta leiðir i ljós,að spilling er meiri hér en annars staðar í V-Evrópu.
Fráfarandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks missti meirihlutann í þingkosningunum í oktober. Rökrétt hefði þvi verið að þessir flokkar báðir færu frá völdum. En Björt framtíð og Viðreisn ætla að hjálpa Sjálfstæðisflokknum til þess að halda völdum.
Í Fréttablaðinu í dag er mikið viðtal við Óttar Proppé formann BF.Ég las viðtalið allt yfir en gat hvergi fundið nein stefnumál flokksins,sem formaður hefði náð fram i stjórnarmyndunarviðræðunum.Fréttamaður Fréttablaðsins spurði margra spurninga um þetta efni.En hann fékk engin svör önnur en almennt snakk,sem sagði ekki neitt.BF hefur lagt áherslu á að ný stjórnarskrá verði byggð á "stjórnarskránni" sem samþykkt var i þjóðaratkkvæðagreiðslunni 2012.Svar Proppé var þetta: Aðalatriðið er.að það verði breytingar.Gáfulegt svar. Eru menn einhverju nær hverju á að breyta? Á sama veg voru svör um ESB og sjávarútvergsmál. Þau voru út í hött og sögðu ekkert. Viðtalið við formanninn staðfestir,að BF hefur ekkert fengið fram af stefnumálum sínum; aðeins ráðherrastóla,svo ljóst er að BF fórnar málefnunum fyrir ráðherrastóla!Hefði einhver af þeim fjölda,sem mótmælti á Austurvelli spilingu fráfarandi ríkisstjórnar,einkum vegna aðildar að Panamskjölunum,trúað því að Björt framtíð mundi verða helsta hjálparhella nýrrar Panamastjórnar?
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.