Sunnudagur, 8. janúar 2017
Eldri borgarar flæmdir af vinnumarkaðnum!
Kári Jónasson fyrrum fréttastjóri á RUV er eftirlaunamaður.Hann er í stóru viðtali á Fréttablaðinu í gær um eftirlaunaaldurinn og afstöðu stjórnvalda til þeirra eldri borgara,sem vilja vera á vinnumarkaðnum eftir að þeir eru orðnir eftirlaunamenn.Hann segir,að mikið sé talað um það í þjóðfélaginu,að mikið af ungu fólki flytjist til útlanda til þess að fá betri lífskjör ytra.Við þetta tapist mikill mannauður.En á sama tíma séu stjórnvöld að skikka menn á eftirlaunaaldri til þess að hætta að vinna áður en þeir séu tilbúnir til þess.Hann hefur þar í huga ný lög um almannatryggingar, sem tóku gildi um áramót en samkvæmt þeim lækkar frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði; eftir frítekjumarkið lækka greiðslur á ellilífeyri um 45%.
Kári fór að vinna sem leiðsögumaður eftir að hann hætti störfum sem fréttamaður og fréttastjóri. Hann tók nám í starfi leiðsögumanna og hóf síðan störf. Hann hefur haft ánægju af starfinu.Hann er óánægður með ráðstafnir stjórnvalda sem auka skerðingu tryggingalífeyris vegna atvinnutekna.
Þessi frásögn Kára er í samræmi við það sem Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Rvk segir um aðför stjórnvalda að eldri borgurum á vinnumarkaði en hún sagði,að eldri borgarar sem væru leiðsögumenn erlendra ferðamanna mundu hætta störfum vegna nýrra ráðstafana stjórnvalda.Og það sama sagði hún að gerast mundi með eldri borgara,sem sætu yfir í prófum háskólanna.Þeir mundu einnig hætta störfum.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.