Mánudagur, 9. janúar 2017
Óttar Proppé svíkur kjósendur sína!
Aðalmál Bjartrar framtíðar fyrir kosningar var að taka ætti upp ný vinnubrögð.Ekkert fúsk,sagði Óttar.Hann boðaði kerfisbreytingu í landbúnaði og studdi kerfisbreytingu í sjávarútvegi.Ekkert af þessu nær fram að ganga.Óttar sagði þegar upp komst um Wintrismálið:
Forsætisráðherra er tengdur aflandsfélagi og hélt því leyndu. Orðspor Íslands er undir. Það er óhugsandi að Forsætisráðherra sé stætt.Gildir ekki það sama um nýjan forsætisráðherra,sem var í Panamaskjölunum og í aflandsfélagi?
Með þvi að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum er Óttar að svíkja kjósendur Bjartrar framtíðar.Ég fullyrði,að ekki hefur hvarflað að einum einasta kjósanda Bjartrar framtíðar, að þeii væru að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný með því að kjósa Bjarta framtíð.Þetta eru hrein svik við kjósendur,Óttar!
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.