Þriðjudagur, 10. janúar 2017
Stjórnarsáttmálinn:Engin hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja!
Stjórnarsáttmáli nýju ríkisstjórarinnar var kynntur í dag.Mér lék hugur á að vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja,sem aðeins hafa lífeyri frá almannatryggingum.En svo var ekki.Sá lífeyrir á ekki að hækka um eina krónu.Sama hungurlúsin og fráfarandi ríkisstjórn ákvað á að gilda áfram.
Hins vegar á eitthvað að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna.Það hefur verið gífurleg óánægja með það að frítekjumarkið skyldi lækkað úr 109 þúsund kr í 25 þúsund kr á mánuði.Félag eldri borgara í Reykjavík hefur mótmælt þessu harðlega og ég hef skrifað margar mótmælagreinar gegn þessu.Ekki hefur verið talið stætt á því lengur að standa gegn hækkun frítekjumarksins:Það er gott svo langt sem það nær að hækka þetta frítekjumark en mikilægara er þó að hækka lífeyri þeirra,sem þurfa að lifa af lífeyri TR eingöngu.Þessi lífeyrir er svo lágur,að mjög erfitt er að framfleyta sér á honum.Hann verður að hækkka.
Ríkisstjórnin nýja segist ætla að hækka lífeyrisaldurinn í áföngum.Fráfarandi stjórn ætlaði einnig að gera það en hörfaði frá því. Það sparar ríkinu stórfé að hækka eftirlaunaaldurinn og þess vegna er þetta ákvæði nú komið þarna inn aftur.Það á að láta eftirlaunamennina sjálfa greiða aukin útgjöld í kerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.