Mánudagur, 16. janúar 2017
Endurskoðun TR: Stórlækkun frítekjumarks atvinnutekna,engin hækkun lífeyris
Félagsmálaráðherra síðustu ríkisstjórnar skipaði nefnd til þess að endurskoða almannatryggingar.Nefndin starfaði i mörg ár.Þegar hún loks skilaði áliti lagði hún til,að frítekjumörk yrðu afnumin,þar á meðal vegna atvinnutekna og hún lagði til,að lífeyrir þeirra,sem einungis hefðu lífeyri almannatrygginga yrði óbreyttur; ekki hækkaður um eina krónu!Vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti lét ríkisstjórnin undan í þessu efni og ákvað 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna og hún ákvað örlitla hækkun lífeyris þeirra,sem verst voru staddir.Þetta þýddi,að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi lækkað úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þús kr á mánuði í stað lækkunar í 0 kr .
Nú segir ný ríkisstjórn,að hún vilji hækka frítekjumark vegna atvinnutekna á ný.Ljóst er,að mikill áróður eldri borgara gegn lækkun frítekjumarksins hefur borið nokkurn árangur.Sömu öfl eru þó ráðandi í báðum ríkisstjórnum.Hringl,stefnuleysi og andstaða Sjálfstæðisflokksins við hagsmuni aldraðra og öryrkja hefur valdið miklum skaða.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.