Sunnudagur, 22. janúar 2017
Lög brotin á öldruðum 2015 0g 2016!
Ég hef margoft rakið það hvernig lög voru brotin gagnvart öldruðum og öryrkjum 2015,þegar lífeyrir hækkaði aðeins um 3% á sama tíma og önnur laun hækkuðu margfalt meira; lágmarkslaun um 14,5%,og önnur laun til dæmis hjúkunarfræðinga,blaðamanna og kennara hækkuðu mun meira
og hækkun launa náði alveg upp í rúmlega 40% hækkun (læknar).Ákvæði laganna um að lífeyrir eigi að taka mið af launaþróun og aldrei að hækka minna en laun eða verðlag voru þverbrotin þetta ár.Í þessu fólst einnig það mikið misrétti gsgnvart öldruðum og öryrkjum,að ég tel,að mannréttindi hafi einnig verið brotin á þeim.
Árið 2016 var sagan endurtekin.Lífeyrir hækkaði um 9,7% 1.janúar 2016 en lágmarkkslaun hækkuðu þá um alls 6,2%.Síðan hækkaði lífeyrir ekkert á ný allt árið en laun hækkuðu í júní um 6,% hjá sveitarfél.og fleirum og ýmsir embættisenn fengu mjög miklar launahækkanir í júní,sem giltu 18 mánuði aftur í tímann.Þingmenn og ráðherrar fengu mjög miklar launahækkanir í oktober,þingmenn 44% hækkun og ráðherrar hækkuðu upp í 2 milljónir á mánuði.Það er því ljóst,að aftur á árinu 2016 hefur launaþróun verið slík,að lífeyrir aldraðra átti að stórhækka samkvæmt lögum.Það
segir ekkert um það í lögunum að miða eigi við launaþróun lægstu launa,heldur launaþróun almennt.Og það hefur ekki verið gert sl 2 ár.Lifeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið niðri á sama tíma og flestar stéttir hafa fengið miklar launahækkanir.Aldraðir og öryrkjar eiga inni miklar uppbætur.Þeir þurfa að fá þær sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.