Föstudagur, 27. janúar 2017
Einkavæðing heilbrigðiskerfisins?
Það hefur verið óttast,að valdataka hægri stjórnarinnar gæti leitt til þess,að einkarekstur yrði innleiddur að einhverju leyti í heilbrigðiskerfinu.Upplýst var í gær,að fyrstu skrefin í þessa átt hefðu verið stigin.Leyfi hefur verið veitt til þess að stofna einkarekna legudeild í Ármúla, lítinn einkaspítala. Engum mun hafa dottið í hug, að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu mundi hefjast svo fljótt eftir að ný hægri stjórn hefði tekið við völdum.
Það er Klinikin í Ármúla sem sótti um leyfi til þess að reka 5 daga legudeild í Ármúla 9. Hjálmar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Klinikurinn,bæklunarlæknir segir,að legudeildin verði opnuð til þess að stytta biðlista.Klinikin rekur 4 skurðstofur í Ármúla og eru þær útbúnar til kennslu. Klinikin á eftir að semja við Sjúkratryggingar Íslands.- Klinikin sinnir bæklunarlækningum,æðaskurðlækningum og gigtarlækningum.
Ég óttast, að með því að hefja einkarekstur legudeilda sé opnuð leið til þess að halda áfram á þeirri braut.Hægri ríkisstjórnir eru tregar til þess að veita fjármagni til reksturs heilbrigðiskerfisins. Ekki fékkst ein einast króna í að bæta við heilsugæslustöðvum fyrstu ár Krisjáns Þórs Júlíussonar sem heilbrigðisráðherra en um leið og hann ákvað að stofna einkaheilsugæslustöðvar voru nógir peningar til.Og þá voru stofnaðar nýjar heilsugæslustöðvar.Okkar spítalar hafa verið reknir af hinu opinbera og ég tel best,að þannig verði það áfram.En ríkið verður að leggja þeim til nægilegt fé.87 þúsund Íslendingar skrifuðu undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar um að þeir vildu leggja heilbrigðiskerfinu til 11% af landsframleiðslu eins og hin Norðurlöndin.En samt lætur nýja ríkisstjórnin ekkert nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.