Sunnudagur, 29. janúar 2017
Skattar á lífeyri eru alltof háir
80% af fjármagni lífeyrissjóðanna eru vextir og verðbætur.Það ætti því að skattleggja lífeyrinn eins og fjármagnstekjur en ekki eins og venjulegar tekjur eins og gert er í dag.A.m.k. ætti að skattleggja 4/5 hluta hans sem fjármagnstekjur.Einnig eru skattar á lífeyri almannatrygginga alltof háir.Lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum er það lágur,að hann ætti að vera skattfrjáls.
Það mundi bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega, ef framangreindar kröfur næðu fram að ganga: 20 % skattur af lífeyri úr lífeyrissjóðum og skattfrelsi lífeyris frá TR.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.