Föstudagur, 3. febrúar 2017
100 milljarða vantar í velferðarkerfið miðað við Norðurlönd!
Velferðarkerfið á hinum Norðurlöndunum er svo miklu öflugra en hér, að það er varið um það bil 100 milljörðum meira til aldraðra og öryrkja og velferðarkerfisins á hinum Norðurlöndunum en hér. Þennan mun verður að jafna.Það er óþolandi, að velferðarkerfið hér skuli standa langt að baki velferðarkerfinu á honum Norðurlöndunum enda þótt hagvöxtur sé meiri hér.
Jónas Kristjánsson hefur sett fram hugmynd um það hvernig fjármagna megi þennan mun.Hann segir:
Uppboð verði á öllum fiskikvóta; gefur 20 milljarða.
Fjármagnstekjuskattur verði hinn sami og tekjuskattur einstaklinga.Gefur 20 milljarða.
Tekjuskattur fyrirtækja verði hinn sami og á hinum Norðurlöndunum.Gefur 20 milljarða.
Orkuskattur á stóriðju gefur 10 milljarða.
Hátekjuskattur á margra milljónatekjur gefur 10 milljarða.
Hærri skattar á ferðaþjónustu svo sem hærri virðsaukaskattur á hótelherbergi (gistináttagjald),gefur 10 milljarða.
Svo þarf auðvitað að koma lögum og sektum yfir skattsvikara i skattaskjólum.( Með því má fá a.m.k 10 milljarða í viðbót)
Alls gefur þetta 100 milljarða á ári.
Á þennan hátt er unnt að gera velferðarkerfið hér sambærilegt og það er á hinum Norðurlöndunum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.