Sunnudagur, 5. febrúar 2017
LANDSPÍTALINN: Á að svíkja kosningaloforðin?
Tveir yfrlæknar á Landspítalanum komu fram í sjónvarpi RUV í gær og ræddu ástandið á Landspítalanum.Þeir sögðu,að það nálgaðist neyðarástand þar; álagið væri svo mikið og undirmönnun starfsfólks.Mikill fjöldi sjúklinga væri á spítalanum,sem ætti heima á hjúkrunarheimilum en vegna vöntunar á hjúkrunarrými væri ekki unnt að flytja þá af spítalanum. Spítalinn væri yfirfullur af sjúklingum; sjúklingar væru á kaffistofum og göngum og það væri ekki boðlegt.Yfirlæknarnir spurðu: Hvar er eftirlitið.Hvar er vinnueftirlitið og Landlæknir sem eiga að hafa eftirlit með því að hlutirnir séu í lagi á spítalanum.Í Svíþjóð sæta spítalar dagsektum ef ástandið er eins slæmt og á Landspítalanum.
Fyrir síðustu kosningar lýstu allir stjórnarflokkarnir því yfir,að þeir ætluðu að efla Lanspítalann og heilbrigðiskerfið.En Bjarni forsætisráðherra hefur lýst því yfir,að ekki verði látnir neinir nýir peningar í heilbrigðiskerfið.Hann er m.ö.o. búinn að lýsa því yfir,að stjórnarflokkarnir ætli að svíkja kosningaloforðin enda ekki óvanur slíku.Og Benedikt frændi er búinn að éta það upp eftir honum og sagði að það yrði að treysa á hagvöxtinn varðandi fjármuni en ekki væri unnt að láta nýja peninga í heilbrigðiskerfið.Setningin í stjórnarsáttmálanum um að heilbrigðiskerfið eigi að vera í forgangi er þess vegna aðeins ein blekkingin í viðbót.Það á ekkert að gera í heilbrigðismálum; heldur að láta Landspítalann drabbast niður.Undirskriftir 86 þúsund landsmanna skipta þessa menn engu máli.Það eina sem skiptir þá máli eru ráðherrastólar!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.