Fimmtudagur, 9. febrúar 2017
Lausn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar: Enga nýja peninga í heilbrigðiskerfið!
Þegar rætt var um myndun 5-flokka stjórnar eftir kosnngar var sagt, að fyrst og fremst hefði strandað á ágreiningi um það hvar ætti að taka peningana í þau mörgu verkefni, sem þyrfti að ráðast í.VG og Samfylking vildu bjóða upp aflaheimildir og fá þannig meiri peninga frá útgerðinni auk þess sem skattar yrðu hækkaðir á þeim,sem hæstar hefðu tekjurnar. Viðreisn lagðist gegn þessari skattlagningu en hvaðst Þó vija taka meiri peninga af útgerðinni. Bæði Viðreisn og Björt framtíð kváðust í kosningabaráttunni vilja efla heilbrigðiskerfið.Báðir flokkarnir vissu að til þess þurfti að útvega meiri fjármuni. Samt samþykktu þeir að láta enga nýja peninga í heilbrigðiskerfið eða aðra innviði samfélagsins við myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum! Allt í einu voru öll fjárhagsvandamál ríkisins gleymd.Viðreisn og Björt framtíð þurftu ekki að hafa áhyggjur af því lengur hvar ætti að fá peninga í heilbrigðiskerfið eða aðra mikilvæga þætti.Lausnin var einföld: Við látum enga nýja peninga i heilbrigðiskerfið.Skítt með kosningaloforðin!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.