Miðvikudagur, 23. maí 2007
Samfylkingin með velferðarmálin
Skýrt var frá verkaskiptinu Þingvallastjórnarinnar í gærkveldi.Samfylkingin verður með velferðarmálin en hún lagði mesta áherslu á þau í kosningabaráttunni.Jóhanna Sigurðardóttir verður ráðherra velferðarmála.Undir hana heyra félagsmál,þar á meðal jafnréttismál, lífeyristryggingar almannatrygginga og málefni aldraðra.Þetta er gífurlega mikilvægur málaflokkur. Verður fróðlegt að sjá hvað stendur í málefnasamningnum um þessi mál en báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að bæta kjör aldraðra.Samfylkingin vildi auk þess bæta kjör öryrkja og barna.Málaflokkar Samfylkingarinnar eru nokkuð góðir.Auk velferðarmála er Samfylkingin með utanríkismál,umhverfismál,iðnaðarmál,viðskiptamál og samgöngumál.Umhverfismál og iðnaðarmál voru mjög í brennidepli í kosningunum.
Það verður mjög horft á stefnu og framkvæmd mála hjá hinni nýju stjórn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.