Fimmtudagur, 16. febrúar 2017
Dagpeningar:Ráðherrar fá ekki aðeins fulla dagpeninga heldur einnig greiddan gistikostnað sérstaklega!
Miklar umræður eiga sér nú stað um fæðis-og dagpeningagreiðslur til sjómanna. Talið er,að samkomulag um slíkar greiðslur gæti leyst sjómannadeiluna.Ýmsar stéttir,sem þurfa að sækja vinnu fjarri heimilum sinum eða fara á fundi erledis fjarri heimili sínu geta fengið dagpeninga.Einnig er algengt að greiddir séu fæðispeningar. Allar þessar greiðslur eru skattfrjálsar.
Nú ber svo við,að spekingar segja,að störf sjómanna fjarri heimilum sínum séu allt annars eðlis en störf ríkisstarfsmanna,flugmanna og annarra sem vinna fjarri heimilum sínum. Ríkisstarfsmenn,flugmenn og fleiri fari í tilfallandi ferðir en sjómenn ekki. Skipið sé þeirra starfsstöð.Og aðeins þeir sem fari i tilfallandi ferðir eigi að fá skattfrjálsa dagpeninga. Ég kalla þetta hundalógik. Dagpeningar eiga yfirleitt að vera fyrir kostnaði eins og mat og gistkostnaði í ferðalögum fjarri heimili.Ráðherrar láta sér þó ekki duga að fá dagpeninga í ferðalögum erlendis heldur fá þeir einnig greiddan gistikostnað sérstaklega,risnukostnað og símtöl.Það er því ekki aðeins ein regla i gildi heldur fleiri og auðvelt fyrir ráðherra að ákveða að fæðispeningar eða dagpeningar sjómanna vegna fæðis skuli vera skattfrjálsir.Þetta er aðeins spurning um vilja.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.