Þriðjudagur, 21. febrúar 2017
Ríkisstjórnin skilaði auðu í húsnæðismálum!
Það vakti athygli,þegar stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar var birtur,að þar var ekki eitt orð að finna um húsnæðismálin.Stjórnin skilaði auðu í þeim málaflokki.Nýr félagsmálaráðherra er mikill áróðursmaður og greinilega ekki ánægður með ,að ríkisstjórnin skuli ekki hafa neina stefnu í húsnæðismálum. Hann hefur reynt að bæta úr þessi með því að gera harða hríð að Degi B.Eggertssyni,borgarstjóra í Reykjavík.Hann hefur sakað Dag um að vilja aðeins byggja íbúðir í miðborginni í stað þess að byggja í úthverfunum og jaðarbyggðum,eins og Úlfarsárdal, þar sem ódýrara sé að byggja.RUV hefur tekið undir þessa gagnrýni félagsmálaráðherrans á borgarstjóra.Rás 2 hjá RUV fékk þá tvímenninga til þess að ræða þetta mál í morgun.Dagur B.Eggertsson vísaði þessari gagnrýni félagsmálaráðherra algerlega á bug. Hann sagði,að borgin hefði verið að byggja og úthluta lóðum undir allar gerðir af íbúðum,leiguíbúðir,eignaríbúðir,búsetaíbúðir,stúdentaíbúðir og íbúðir fyrir aldraða.Það væri rétt,að borgin vildi þétta byggðina og þess vegna hefði lóðum verið úthlutað á ýmsum auðum svæðum í borginni, í Holtunum, í Elliðaárdal, við höfnina en einnig í Úlfarsárdal. En unga fólkið vildi fremur búa miðsvæðis.Það væri ódýrara,sparaði samgöngukostnað og gæti jafnvel sparað bíl. Vandamál unga fólksins væri það, að það ætti ekki fyrir útborgun á íbúð; kröfur um eigið fé væru meiri en áður. Þess vegna kvaðst borgarstjóri sakna þess, að eitthvað væri um húsnæðismál í stjórnarsáttmálanum. Það leysi ekki vanda unga fólksins ,að segja því að spara næstu 10 árin fyrir útborgun! Dagur sagði, að borgin hefði m.a. lagt óherslu á byggingu leiguíbúða til þess að auðvelda ungu fólki að komast í húsnæði. Þorsteinn Víglundsson,félagsmálaráðherra,dró í land. Og sagði,að borgin hefði gert margt gott í húsnæðismálunum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.