Föstudagur, 24. febrúar 2017
Húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja skertar!
Útreikningi húsnæðisbóta hefur verið breytt á þann veg,að nú eru allar lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja frá Tryggingastofnun taldar með tekjum við útreikning bótanna en áður voru greiðslur frá Tryggingastofnun ekki taldar með tekjum við könnun á því hvort aldraðir og öryrkjar ættu rétt á húsnæðisbótum. Hafa margir aldraðir og öryrkjar orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu af þessum sökum.Húsaleiga hefur hækkað mikið og þess vegna er þessi breyting á útreikningi mjög tilfinnanleg.
Margir aldraðir og öryrkjar hafa haft samband við samtök sín út af þessu; aldraðir hafa m.a. rætt við Félag eldri borgara í Reykjavík og öryrkjar við Öryrkjabandalag Íslands.Þeir hafa kvartað yfir því,að þeir standi verr að vígi núna en áður. Lífeyrir (bætur) frá almannatryggingum var ekkki talinn með tekjum áður við útreikning á húsnæðisbótum.Breytingin er rökstudd með því, að atvinnuleysisbætur og fleiri bætur séu taldar með tekjum í þessu sambandi.Það er með ólíkindum hvað stjórnvöld eru fundvís á leiðir til þess að skerða kjör aldraðra og öryrkja.Þeim dugði ekki að skerða kjör þeirra,sem voru á vinnumarkaði heldur þurftu þau einnig að skerða húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja!
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.