Laugardagur, 25. febrúar 2017
Kjörum verst stöddu launamanna og aldraðra haldið niðri.Óásættanlegt launamisrétti
Ástandið á Íslandi í dag er á margan hátt orðið svipað og það var árið 2007 skömmi fyrir bankahrunið. Eyðsla landsmanna er orðin gegndarlaus í dag eins og hún var 2007; utanlandsferðir landsmanna eru í hámarki, bílasala meiri en áður og verslun öll í hæstu hæðum.. Þá eru bónusar i bönkum byrjaðir aftur og laun toppanna í þjóðfélaginu hafa verið hækkuð upp úr öllu valdi.Sagt var frá því nú um helgina, að laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hefðu verið hækkuð í 2,8 milljónir á mánuði.Hafa laun hans hækkað um 108% frá 2011.Ráðherrar fengu á síðasta ári 35% hækkun og laun þeirra hækkuðu í rúmar 2 milljónir á mánuði, þingmenn fengu 55% hækkun á árinu og hækkuðu í 1,1 milljón á mánuði en við bætast alls konar aukasporslur. Bankastjórar eru með himinhá laun og verkalýðsforingjar eru með margfallt hærri laun en launafólkið,sem þeir eru að berjast fyrir og það sama er að segja um laun forstöðumanna atvinnurekenda. Forseti ASÍ var með 1127 þús kr á mánuði í laun 2011 en telja má,að launin séu í dag um 1,5 millj á mánuði. Á sama tíma eru lágmarkslaun verkafólks 257 þús kr á mánuði.Lífeyrir aldraðra er aðeins 197 þúsnd kr á mánuði hjá þeim,sem eru í hjónabandi eða í sambúð og einungis hafa tekjur frá TR.Þeir eldri borgarar sem eru einhleypir hafa 227 þús kr á mánuði, í báðum tilvikum eftir skatt.
Misræmið í launamálum í þjóðfélaginu er óásættanlegt.Launum láglaunafólks og lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið niðri en topparnir i þjóðfélaginu raka til sín háum launum.Þeir taka til sín miklu hærri laun en þeir þurfa á að halda.Eyðslustefna og græðgisvæðing er í algleymingi á ný.Ef gegndarlaus eyðslustefna heldur áfram er hætta á nýju hruni.Þróunin í dag er mjög varasöm.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.