Mánudagur, 27. febrúar 2017
2760 mótmæltu í Mosfellsbæ! Óttar gerir ekkert!
Sólarhringsþjónusta Heilsugæslu Mosfellsbæjarumdæmis var lögð niður 1.febrúar.Læknavakt verður áfram kl. 4 e.h. en ef leita þarf læknis á kvöldin eða um helgar verður að fara á læknavaktina í Kópavogi.Þetta varðar um 10 þúsund manns í Mosfellsbæ,á Kjalarnes og í Kjós.Þetta er mikil skerðing á heilbrigðisþjónustu,þegar ný ríkisstjórn segist hafa heilbrigðismálin í forgangi.2760 mótmæltu þessari breytingu.Undirskriftalistar með mótmælunum voru afhentir heilbrigðisráðherra 21.febrúar sl. Óttar heilbrigðisráðherra sagðist koma upplýsingunum um mótmælin á framfæri.Hann virðist ekki átta sig á því,að það er hann sjálfur sem á að leysa úr málinu.Hann á ekki að koma því á framfæri við neinn annan.Þessu er komið á framfæri við hann.Til þess eru ráðherrar að leysa úr málum.Þeir eru ekki upp á punt.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.