Fimmtudagur, 2. mars 2017
Viðskiptavinir Tryggingastofnunar beittir blekkingum!
Eldri borgari nokkur fór á skrifstofur Tryggingastofnunar og leitaði skýringa eftir að hann hafði hlustað á umræður á alþingi um að gerð hefðu verið mistök á alþingi við afgreiðslu lagatexta um almannatryggingar.Fallið hefði út að gera ráð fyrr skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Eldri borgarinn hafði hug á að vita hvort ætlunin væri að láta hann borga til baka hluta af lífeyrinum sem hann hefði fengið vegna mistaka alþingis.Tryggingastofnun sagði við manninn: Nei,þú þarft ekkert að borga til baka. En stofnunin kom ekki hreint fram við eldri borgarann og sagði:Þú þarft ekki að borga til baka,þar eð við skertum lífeyri þinn strax frá áramótum þó ekki væri komin heimild frá alþingi til þess að skerða lífeyrinn.Eldri borgarinn var blekktur. Og mig grunar,að allir eldri borgarar hafi verið beittir blekkingum.Það er alltaf verið að segja við eldri borgara síðustu daga: Þið þurfið ekki að borga til baka.En það er aldrei sagður allur sannleikurinn.Það er beitt blekkingum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.