Miðvikudagur, 8. mars 2017
Mjólkursamsalan felld undir samkeppnislög
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur,frumvarpsdrög, um að Mjólkursamsalan verði felld undir samkeppnislög eins og samkeppniseftirlitið hafði lagt til. Drögin gera ennfremur ráð fyrir því að MS verði að selja öllum hrámjólk á sama verði en undanfarin ár hefur MS mismunað í þessu efni; minni aðilar hafa þurft að borga hærra verð fyrir hrámjólk en gamlir viðskiptavinir MS eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga sem hefur notið sérstakra fríðinda.Ólafur Magnnússon forstjóri Kú fagnar tillögum ráðherra og telur þau mikilvægan áfanga og muni auka samkeppni á mjólkurvörumarkaði.-Tillaga ráðherra er enn ekki orðin að stjórnarfrumvarpi og ef til vill mun Sjálfstæðisflokkurinn reyna að hindra framlagningu þess.Bændasamtökin taka tillögunum einnig illa og segja þær ekki í samræmi við samþykkt atvinnuveganefndar alþingis um að reyna sættir.Formaður stjórnar MS,Egill bóndi á Berustöðum segir,að tillögurnar muni hækka verð á mjólkurvörum. Ólafur í Kú segir það undanlega röksemdafærslu.Lögmálið sé það, að aukin samkeppni lækki vöruverð en ekki öfugt.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.