Sunnudagur, 12. mars 2017
Vegna mikils hagvaxtar á að stórhækka lífeyri strax!
Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt,að hagvöxtur hér hefði verið yfir 7% sl ár.Það er mesti hagvöxtur í Evrópu; miklu meiri en á öllum hinum Norðurlöndunum en samt eru framlög almannatrygginga til aldraðra og öryrkja miklu minni hér en á hinum Norðurlöndunum.Hvernig stendur á því?Ég tel,að vegna mikils hagvaxtar og afgangs á fjárlögum eigi strax að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 320 þúsund á mánuði eftir skatt.Lífeyrir á að mínu mati að hækka í þá upphæð strax; það er lágmark til mannsæmandi lífs.Þetta er rífleg hækkun,svipuð og hjá ráðherrum síðasta ár en nær ekki hækkuninni,sem varð hjá þingmönnum.
Það er dæmigert og sýnir viðhorf ráðamanna til aldraðra og öryrkja,að lífeyrir eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hækkaði ekki nema um rúm 7% um áramótin eða brot af því,sem önnur laun höfðu hækkað.En þessi lífeyrir á að hækka jafnmikið og laun ráðherra og þingmanna og embættismanna ríkisins og með sömu afturvirkni.Í rauninni ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka miklu meira en önnur laun,þar eð þessum lífeyri hefur lengi verið haldið niðri.Aldraðir og öryrkjar eiga inni miklar hækkanir.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.