Sunnudagur, 19. mars 2017
Eldri borgarar þurfa nýjar baráttuaðferðir!
Aldraðir hafa sent stjórnvöldum ályktanir um baráttumál sín gegnum árin. En það hefur lítinn árangur borið. Oftast hafa þessar ályktanir lent í ruslakörfunni.Fulltrúar aldraðra hafa einnig heimsótt ráðamenn og rætt við þá.Kjaranefnd eldri borgara í Reykjavík gerði út sendinefnd í alþingishúsið á fund allra þingflokka sem þar sátu.Það bar nokkurn árangur.Eldri borgarar hafa einnig skrifað baráttugreinar í blöð og tekið þátt í baráttufundum og sjónvarpsdagskrám. En eldri borgurum finnst baráttan ganga hægt.
Ég hafði mikla trú á viðræðum við alla þingflokkana og alla stjórnmálaflokka,sem buðu fram fyrir kosningarnr 2013.Flokkarnir tóku kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk vel.Þáverandi stjórnarandstöðuflokkar tóku meira að segja upp i kosningastefnuskrár sínar mörg baráttumál eldri borgara. En allt kom fyrir ekki. Flokkarnir,sem komust í stjórn, sviku öll kosningaloforðin,sem þeir gáfu eldri borgurum fyrir alþingisksningarnar 2013.
Eftir langa reynslu af því að vinna að kjaramálum eldri borgara er ég kominn á þá skoðun,að valdhafarnir skilji ekkert nema hörku og harða baráttu.Stjórnvöld skildu 1000 manna baráttufundinn í Háskólabíói og þau létu undan síga vegna hans.Það verður að halda áfram á sömu braut.Og það þarf að fá verkalýðshreyfinguna í lið með eldri borgurum. Og það er komið að málaferlum.Það duga engin vettlingatök lengur.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.