Þriðjudagur, 21. mars 2017
Kjör aldraðra skert á margan hátt um áramót!
Það er alltaf að skýrast betur og betur myndin af því, sem gerðist hjá öldruðum og öryrkjum um síðustu áramót,þegar fyrrverandi ríkisstjórn þóttist ætla að stórbæta lög um almannatryggingar.Helstu atriðin eru þessi:
4500 eldri borgarar misstu grunnlífeyri sinn. Auk þess varð stór hluti eldri borgara fyrir skerðingu á lífeyri sínum frá TR.Þeir eldri borgarar,sem voru á vinnumarkaðnum sættu aukinni skerðingu tryggingalífeyris og urðu margir að hætta störfum af þeim sökum.Lífeyrir þeirra eldri borgara,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum og engar aðrar tekjur,átti upphaflega ekki að hækka neitt. Frumvarpið um almannatryggngar var lagt fram með o króna hækkun. Og loks þegar ákveðin var smávægileg hækkun var það alger hungurlús: Lifeyrir þeirra eldri borgara,sem eru í hjónabandi eða sambúð hækkaði um 12 þúsund kr á mánuði og hjá einhleypum var hækkunin 20 þúsund á mánuði.Til þess að kóróna ósómann voru síðan 5 milljarðar teknir af eldri borgurum í óheimilum skerðingum fyrstu 2 mánuði ársins.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.