Miðvikudagur, 22. mars 2017
Nýir eigendur í Arion banka í skattaskjólum! Eðlileg krafa,að sölunni á 29% verði rift!
RUV upplýsti í gærkveldi,að eignarhald nýrra eigenda að Arion banka (vogunarsjóða,hrægamma)teygðu sig að hluta til alla leið til skattaskjóla á Cayman eyjum.Þar er greinilega komin að hluta til skýring á því hvers vegna ekki hefur verið upplýst hverjir eru eigendur vogunarsjóðanna,sem eru að kaupa 29% í Arion banka.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra varð að segja af sér sem forsætisráðherra á síðasta ári,þar eð upplýst var að hann og kona hans ættu fjármuni í skattaskjóli á Tortola.Vitneskja um þetta fékkst í svokölluðum Panamaskjölum. Í ljós kom,að Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra var einnig í Panamaskjölunum.Hann sagði ekki af sér líka.Þvert á móti er hann nú forsætisráðherra og sem slíkur leiðir hann nú ásamt fjármálaráðherranum hrægamma/vogunarsjóði til eignarhalds á 29% í Arion banka enda þótt eignargald þessara sjóða teygi sig til skattaskjóls á Cayman eyjum.Það er fádæma ósvífni að leiða aðila úr skattaskjólum til þess að eignast stóran hlut í Arion banka eftir það sem á undan er gengið í skattaskjólsmálum á Íslandi.Eftir að þetta hefur verið upplýst í ríkisfjölmiðlinum er það eðlileg krafa að þessari sölu á 29% í Arion banka verði rift.
Björgvin Guðmundsson
y
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.