Miðvikudagur, 22. mars 2017
Frábær sópransöngkona
Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona hélt tónleika í Hörpu í gær.Þetta voru frábærir tónleikar.Ingibjörg Aldís er afbragðs sópransöngkona enda á hún ekki langt að sækja sönghæfileikana:Hún er sonardóttir Sigurveigar Hjaltasted óperusöngkonu.Ingibjörg er dóttir Ólafs Beinteins Ólafssonar kennara og tónlistarmanns.
Ingibjörg Aldís söng aríur úr þekktum óperum,sem allar eiga það sameiginlegt að vera ævintýri eða sögur úr þekktum goðsögnum.
Þessi verk voru á efnisskránni:Ach,ich fühl´s .Aría Pamínu úr Töfraflautunni eftir Mozart.
Chi il bel sogno di Doretta.
Aria Mögdu úr óperunni La Rondine eftir Puccini.
Ah!Je ris de me voir si belle.
Aria Margarítu úr óperunni Fást eftir Gounod.
Einsam in trüben Tagen.
Aria Elsu úr óperunni Lohengrin eftir Wagner.
Mesícku na nebi hlubokém
Aria Rúsölku úr óperunni Rusalka eftir Dvorák.
Ingibjörg Aldís hefur mjög góða söngrödd,háa og fallega og skilaði hún öllum verkunum frábærlega vel.
Ég naut tónleikanna mjög vel.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.