Mánudagur, 27. mars 2017
Þýskur banki fenginn til málamynda við kaup á Búnaðarbanka!
Það virðast engin takmörk fyrir því,sem íslenskir fjárfestar hafa látið sér detta í hug að gera við fjárfestingar í bönkum til þess að blekkja Íslendinga og væntanlega yfirvöld líka.Alþingi skipaði rannsóknarefnd til þess að rannsaka aðkomu þýsks banka að kaupum á Búnaðarbankanum.Um er að ræða þýska bankann,Hauck & Aufhäuser.Niðurstaða rannsóknarnefndar er sú,að aðkoma þýska bankans hafi verið til málamynda.Þýska bankanum var með samningi tryggt skaðleysi af þessm viðskiptum.Aflandsfélag á bresku Jómfrúreyjum var einnig fengið til þess að standa að samningnum.Þessi viðskipti minna furðumikið á viðskiptin nú við sölu a 29% hlut í Arion banka til vogunarsjóða.Í báðum tilvikum teygja félögin sig til skattaskjóla,annars vegar til Cayman eyja og hins vegar til bresku Jómfrúr eyja.Blekkingarstarfsemi virðist einkenna viðskiptin í báðum tilvikum.- Er ekki kominn tími til þess að Ísland losi sig út úr þessum skattaskjólsviðskiptum, og viðskiptum við vogunarsjóði og hrægamma.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.