Miðvikudagur, 23. maí 2007
Aukin velferð en ekkert stóriðjustopp
Þingvallastjórnin nýja kunngjörði stefnuyfirlýsingu sína á Þingvöllum í morgun og yfirlýsingin var undirrituð þar.Ágæt ákvæði eru í yfirlýsingunni um bætt kjör aldraðra og öryrkja og barna. Að vísu eru ekki öll stefnumál Samfylkingar um kjarabætur eldri borgara tekin upp.Hins vegar er ekki að finna neitt ákvæði um stóriðjustopp á .Lögð er áhersla á að hraða gerð rammaáætlunar um náttúruvernd og á hún að vera búin innan 2ja ára.En það kom skýrt fram á blaðamannafundi formannanna að ekki verður um neitt stóriðjustopp að ræða. Mörgum mun einnig finnast loðið orðalagið um endurskoðun lndbúnaðarkerfisins.Hætt er við að ekkert gerist í þeim málum þar eð Sjálfstæðisflokkurinn fær landbúnaðarmálin.Eðlilegra hefði verið að Samfylkingin hefði fengið landbúnaðarmálin einkum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær heilbrigðismalin.Það er ofrausn að láta Sjálfstæðið fá báða þessa málaflokka.
Ekkert er minnst á kvótakerfið í stefnuyfirlýsingunni og ljóst,að ekkert verður gert í því máli.Það er mikill skaði. Það verður aldrei friður í þjóðfélaginu fyrr en búið er að breyta kvótakerfinu og afnema framsalið. Það verður að opna greinina fyrir nýjum aðilum. Það skapast ekki friður um kvótakerfið við það eitt að Samfylkingin setjist i stjórn.
Björgvin GuðmundssonoO
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.