Laugardagur, 29. apríl 2017
Ríkisstjórnin ætlar að halda kjörum öryrkja niðri!
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram til 2022 ætlar rikisstjórnin ekkert að bæta kjör öryrkja á þessu tímabili.Það á áfram að halda kjörum öryrkja niðri þannig að þeir geti ekki lifað mannsæmandi lífi af lífeyrinum,sem þeir fá. Og það sama gildir um aldraða.Stjórn Öryrkjabandalagsins mótmælir þessu harðlega.Aðeins er gert ráð fyrir 3-4% hækkun,sem er undir meðaltalshækkun launa en laun hækkuðu um 5% sl ár.Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur dregist aftur úr úr í launaþróuninni og ætti að hækka meira en laun en ekki öfugt.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.