Föstudagur, 12. maí 2017
Ráðstöfun Granda brot á lögunum um stjórn fiskveiða?
Grandi hefur ákveðið að segja upp 86 starfsmönnum fiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi, þar eð fyrrtækið ætlar að flytja vinnsluna til Reykjavíkur.Öllum starfsmönnum botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi er sagt upp. Grandi dró fulltrúa Akranesbæjar á asnareyrunum í margar vikur og þóttist vilja ná samkomulagi um hafnarframkvæmdir sem áttu að stuðla að því, að Grandi gæti haldið vinnslunni áfram á Akranesi.En þetta voru málamyndaviðræður af hálfu Granda.Þeir meintu ekkert með viðræðunum.
Í 1.grein laganna um stjórn fiskveiða segir svo: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Ég tel,að Grandi sé að brjóta ákvæði þessara laga með því að loka botnfiskvinnskunni á Akranesi og segja upp 86 manns þar.Fyrirtækið er ekki að tryggja með þeirri ráðstöfun trausta atvinnu og byggð á Akranesi.Fyrirtækið er að rústa atvinnu og byggð þar og ganga gegn þeim fyrirheitum,sem gefin voru þegar HB gékk til samstarfs við Granda.Fyrirtækið Grandi hefur náð markmiði sínu; að hirða kvótann af Akurnesingum og hundsa ákvæði laganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð a Akranesi.Grandi beitir þarna sömu aðferð og kvótakóngar hafa beitt um allt land; að fara með kvótann á brott og skilja eftir sviðna jörð heimabyggðar.
Það verður annað hvort að skerða kvóta Granda eða hækka veiðigjöld fyrirtækisins.Sjávarútvegsráðherra vill sennilega fremur fara seinni leiðina miðað við ummæli ráðherra í fjölmiðlum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.