Miðvikudagur, 17. maí 2017
Af hverju dugar lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki fyrir framfærslu?
Flestir stjórnmálaflokkar hafa sagt,að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum eigi að duga fyrir framfærslukostnaði.En hvers vegna hefur lífeyrir þessara aðila þá ekki verið ákveðinn á þennan hátt,.þ.e. þannig,að hann dygði til framfærslu? Ef allir stjórnmálaflokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn vilja, að lífeyrir aldraðra og öryrkja dugi fyrir framfærslu er meirihluti á alþingi samþykkur því að þetta skref verði stigið.Öll stjórnarandstaðan vill leiðrétta lífeyrinn svo hann dugi til framfærslu og það sama er að segja um Bjarta framtíð og Viðreisn.Tveir af ríkisstjórnarflokkununum vilja þá fara þessa leið ásamt stjórnarandstöðunni.Það er þá ekki eftir neinu að bíða að lyfta lífeyri aldraðra og öryrkja þannig upp,að hann dugi fyrir framfærslukostnaði.Framkvæmið þessa leiðréttingu strax!( Miðað er við þá lífeyrsþega,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum)
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.