Miðvikudagur, 24. maí 2017
86% landsmanna vilja,að hið opinbera reki sjúkrahús
Samkvæmt nýrri rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar, prófessors í félagshagfræði við Háskóla Íslands vilja fleiri en áður,að sjúkrahús,heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir,séu reknar af hinu opinbera en ekki af einkaaðiluum.Í dag vilja 86% ,að sjúkrahús séu rekin af hinu opinbera en áður,2006,vildu 80,6%,að að hið opinbera ræki sjúkrahúsin. 78,7% vilja,að hið opinbera reki heilsugæslustöðvar.Þegar landsmenn voru spurðir hvort þeir vildu verja meira fjármagni til heilbrigðismála voru 91,9% sammála því en það er aukning um rúm 10 prósentustig frá 2006.67,5% vildu,að hið opinbera ræki hjúkrunarheimili.
Þessi rannsókn er athyglisverð einkum vegna þess,að ríkisstjórnin vinnur að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins þvert á skoðun landsmanna og þrátt fyrir þá staðreynd,að ríkisstjórnin hefur minnihluta atkvæða landsmanna á bakvið sig og aðeins eins atkvæðis meirihluta á alþingi.Væntanlega verður þessi könnun viðvörun fyrir ríkisstjórnina og sérstaklega fyrir meðreiðarsveina Sjálfstæðisflokksins,Bjarta framtíð og Viðreisn.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.