Fimmtudagur, 8. júní 2017
Misskipting meiri í uppsveiflunni en í kreppunni eftir hrun!
Það er uppsveifla í íslensku efnahagslífi.Ferðaiðnaðurinn blómstrar.Ný hótel spretta hvarvetna upp,byggingariðnaðurinn er kominn á fullt á ný,flytja verður inn vinnuafl,útgerðin græðir vel; eigandi sjávarauðlindarinnar,þjóðin fær skammarlega lágt afgjald fyrir útleigu auðlindarinnar.Samkvæmt félagsvísi velferðarráðuneytisins er ójöfnuður að aukast í þjóðfelaginu.Árið 2015 voru 10% landsmanna undir lágtekjumörkum en 7,9% árið áður.Það er sama hlutfall undir lágtekjumörkum nú í uppsveiflunni eins og var í kreppunni eftir bankahrunið! Misskiptingin eykst: Árið 2015 jók ríkasta 1% landsmanna eignir sínar um 50 milljarða og á 20% af öllum eignum landsmanna.
Núverandi hægri stjórn vill ekkert gera í skattamálum til þess að draga úr misskiptingunni.Og meðreiðarsveinar Sjálfstæðisflokksins i ríkisstjórninni,Björt framtíð og Viðreisn gera enga athugasemd við aukna misskiptingu í þjóðfélaginu.Þeir láta sér hægri stefnuna vel líka.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.