Þriðjudagur, 13. júní 2017
Fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar:Lamandi hönd
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,sem samþykkt var með eins atkvæðis mun 1.júní leggst eins og lamandi hönd yfir alla innviði þjóðfélagsins: Einkum er þetta tilfinnanlegt fyrir heilbrigðiskerfið,menntamálin,samgöngur og velferðarkerfið og þá sérstaklega málefni aldraðra og öryrkja.Allir flokkar lofuðu fyrir kosningar að efla þessa málaflokka.Auk þess eru jöfnunarráðstafanir veiktar svo sem húsnæðisbætur og barnabætur.Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögur um breytingar á tekjuhliðinni.Lagðar voru fram tillögur um réttlátara skattkerfi,sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar.Mikil þörf er á því að samþykkja og framkvæma slíkar tillögur..
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.