Laugardagur, 1. júlí 2017
Framkvæmdasjóður aldraðra átti eingöngu að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila
Við Albert Guðmundsson stórkaupmaður sátum saman í borgarstjórn Reykjavíkur i nokkur ár.Við áttum þar gott samstarf enda þótt við værum í sinn hvorum flokki; í ólíkum llokkum.Mikið var rætt um hjúkrunarvanda aldraðra á þessum tíma.Það vantaði sárlega hjúkrunarrými fyrir aldraða en einnig vantaði sjúkrarými fyrir langlegusjúklinga og aldraða. Ég beitti mér mjög fyrir byggingu B-álmu Borgarspítalans fyrir aldraða og langlegusjúklinga.Albert Guðmundsson átti hugmyndina að stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra,sem fjármagna mundi byggingu hjúkrunarheimila og opinberaði hana í borgarstjórn.Hann vildi að allir skattgreiðendur greiddu ákveðið gjald,sem rynni til byggingar hjúkrunarheimila.Ekki átti að nota peningana í neitt annað.Og þannig var það í nokkuð langan tíma. En stjórnmálamenn gátu ekki látið sjóðinn í friði og fóru að seilast í hann og nota í önnur verkefni svo sem rekstur hjúkrunarheimila,sem er víðs fjarri upphaflegu markmiði sjóðsins.Nú er svo komið,að eingöngu 30% framkvæmdasjóðs fer í byggingu hjúkrunarheimila.Stjórnmálamennirnir hafa tekið 70% traustataki og nota í ýmis konar rekstur.Það gengur í berhögg við upphaflegt markmið sjóðsins.Það er krafa eldri borgara,að allt fjármagn framkvæmdasjóðs renni óskipt til byggingar hjúkrunarheimila.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.