Þriðjudagur, 4. júlí 2017
Er ekki röðin komin að öldruðum og öryrkjum?
Ein helsta röksemd kjararáðs fyrir miklum og afturvirkum hækkunum æðstu embættismanna ríkisins er sú,að þessir aðilar hafi ekki fengið eðlilegar hækkanir á krepputímanm.En lífeyrir aldraðra og öryrkja var frystur á krepputímanum á sama tíma og verkafólk fékk kauphækkanir.Röðin er því komin að lífeyrisþegum.Með því að kjararáð "leiðréttir" kjör embættismanna og stjórnmálamanna vegna kreppunnar ætti ríkisstjórnin að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kreppunnar.Ekki þýðir að minnast á hungurlúsina,sem aldraðir og öryrkjar fengu um áramót í þessu sambandi en þá hækkaði lífeyrir giftra aldraðra um 12 þúsund kr á mánuði eftir skatt og lífeyrir einhleypra aldraðra hækkaði um 20 þúsund á mánuði eftir skatt.Sú hungurlús skiptir engu máli.Menn lifa ekki á 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.