Mánudagur, 21. ágúst 2017
Alþingi bæti kjör aldraðra og öryrkja strax
Nú eru rétt 3 vikur þar til alþingi kemur saman.Ég hef minnst á það áður, að þegar alþingi kemur saman getur það leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja.Sú leiðræétting þolir enga bið. Það er ekki unnt að lifa af lægsta lífeyrinum,hann er svo lágur,að hann dugar ekki fyrir öllum útgjöldum.Ég er er tala um þá aldraða og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum; engan lífeyrissjóð,aðeins strípaðan lífeyri.Lífeyrir þessa fólks er 197 kr ámánuði eftir skatt og 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er ekki mjög stór hópur,sem er á þessum erfiðu kjörum og því er það ekki dýrt fyrir ríkið að bæta kjör þessa hóps.
Aðalatriðið er að bæta kjör þessa hóps strax.Það þolir enga bíð.Það er ekki unnt að tefja málið í nefnd á alþingi.Það er heldur ekki unnt að setja málið í langa athugun í ráðuneytunum.Það liggja allar upplýsingar fyrir.Það er nýbúið að leggja fyrir alþingi frumvarp um ný lög almannatrygginga og mikla greinargerð með frumvarpinu.Þar liggja því allar nauðsynlegar upplýsingar.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.