Miðvikudagur, 30. ágúst 2017
Sjálfstæðisflokkurinn næði ekki meirihluta í Rvk.!
Eitt dagblaðið í Reykjavík sló því upp í 5 dálka forsíðufyrirsögn í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn væri í yfirburðastöðu í Reykjavík.Blaðið byggði á því,að flokkurinn hafði mælst stærstur í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins,með 34,2% atkvæða.Ekki er ég sammála þessu mati blaðsins.Það eina sem skiptir hér verulegu máli eru líkur Sjálfstæðisflokksins á því að ná meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, flokkurinn einn eða í samstarfi við aðra.Slíkir möguleikar eru ekki í sjónmáli. Meirihlutinn heldur velli í Rvk í skoðanakönnun blaðsins..Flokkar meirihlutans fá fylgi í könnuninni sem hér segir: Samfylkingin 13,7%,VG 17,8%,Piratar 12,4% og Björt framtíð 2,7%.Auk þess fékk Flokkur fólksins 7,1% og Framsókn 3%. Ef staða Sjálfstæðisflokksins er góð í Reykjavík er engin þörf á því fyrir flokkinn að skipta um leiðtoga.Það má þá líta svo á,að leiðtoginn hafi staðið sig vel.Auk þess má taka fram,að alltof langt er til kosninga til þess að skoðanakönnun í dag geti talist marktæk.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 31.8.2017 kl. 06:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.