Þriðjudagur, 10. október 2017
Falleg orð um eldri borgara duga ekki,það þarf athafnir
Það var ekki mikið rætt um málefni aldraðra og öryrkja í leiðtogaumræðunum í fyrrakvöld.En nokkur falleg orð féllu um kjaramál aldraðra. En falleg orð duga ekki. Það þarf athafnir.Fyrir kosningarnar í fyrra létu frambjóðendur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mörg falleg orð falla um eldri borgara. En það gerðist ekkert.Ríkisstjórnin,sem þessir flokkar settust í með Sjálfstæðisflokknum, gerðu ekkert í kjaramálum aldraðra. Þeir bönnuðu eldri borgurum að vinna,gagnstætt því sem lofað hafði verið!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.