Þriðjudagur, 17. október 2017
Hafa flokkarnir engan áhuga á málum aldraðra?
Árið 2018 eiga lágmarkslaun að hækka í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt,þ.e.242 þúsund kr eftir skatt. Það er 12 þúsund kr hækkun frá fjárhæð lífeyris eftir skatt í dag,miðað við einstaklinga.Flestir flokkanna hafa sagt í aðdraganda kosninga,að þeir vilji að lífeyrir aldraðra fylgi lágmarkslaunum,Það vill segja,að þeir vilja hækka lífeyri um 12 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Stórhugurinn er ekki meiri.Það er uppsveifla í efnahagslífi þjóðarinnar; sumir stjórnmálamenn kalla þetta góðæri.En finna lægst launuðu aldraðir og öryrkjar fyrir góðæri.Ég held ekki.Yfirstéttin finnur fyrir því og millistéttin líka en lægst launuðu aldraðir og öryrkjar ekki. Væri ekki rétt að flokkarnir tækju sig á og bættu kjör aldraðra og öryrkjar svo myndarlega að þeir gætu lifað mannsæmandi lífi. Flokkarnir þurfa að svara því hvað
þeir vilja hækka lífeyri mikið í krónum.Kjósendur eiga skilið að fá að vita það.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.