Þriðjudagur, 21. nóvember 2017
Sprittstjórnin að komast á koppinn!
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður Samfylkingarinnar sagði í Silfrinu siðasta sunnudag,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mikinn áhuga á því að komast í stjórn með hinum "hreina" flokki Vinstri grænum.Sjálfstæðisflokkurinn vildi láta VG spritta sig af öllu "bjakkinu"!.Það er því eðlilegt að nýja stjórnin verði kölluð "Spritttjórnin".Skiljanlegt er að íhaldið vilji láta VG spritta sig en erfiðara er að skilja hvers vegna VG vill fara í stjórn með íhaldinu.Sprittstjórnin er nú alveg að komast á koppinn.Sprittstjórnin er stofnuð um sjálfsagða hluti eins og eflingu innviða,sem drabbast hafa niður.Það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hefði verið mynduð hún hefði alltaf orðið að efla innviðina.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.