Mánudagur, 25. desember 2017
Jól
Gleðileg jól. Jólin eiga alltaf jafnmikið erindi til okkar mannanna eins og í upphafi.Kærleiksboðskapur jólanna á erindi til okkar.
Ég átti þess kost að fara til Betlehem,fæðingarbæjar frelsarans, fyrir 49 árum.Það var áhrifaríkt.Ég fór einnig í sömu ferð til Nasaret og Jerusalem.Ég var í Jerusalem á föstudaginn langa og gékk þann dag eftir Via Delarosa að Golgata,þar sem Kristur var krossfestur.Mikill fjöldi fólks gékk þann dag upp á Golgata og flestir báru krossa eins og Kristur.Allt hafði þetta mikil áhrif á mig.
Sá skuggi hvílir yfir jólunum hér nú,að í miðju góðæri er hópur fólks,sem ekki getur haldið áhyggjulaus jól.Þar er um að ræða fátæk börn og foreldra þeirra,lægst launaða verkafólk og aldraða og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Barnafátækt á Íslandi er blettur á íslensku samfélagi en því miður hafa stjórnvöld ekkert gert í því máli enn.Lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu.Aldraðir í hjónabandi eða sambúð hafa aðeins 197 þúsund kr í lífeyri frá TR eftir skatt.Það lifir enginn af þvi.Einhleypir aldraðir hafa örlítið hærra en hvergi nærri nóg til framfærslu.Sömu kjör hafa lægst launuðu verkamenn.Ég átti von á því,að ný ríkisstjórn mundi bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir,í jólámánuðinum.En svo varð ekki.Þeir fengu ekki eina krónu.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.