Mánudagur, 12. mars 2018
Segir VG verja spillingu Sjálfstæðisflokksins!
Gunnar Smári formaður Sósalistaflokksins var harðorður í garð VG í Silfrinu hjá RUV í gær.Hann sagði það vera orðið hlutskipti VG að verja spillingu Sjálfstæðisflokksins.Það er engu líkara en VG sé komið í hlutverk blaðafulltrúa íhaldsins,sagði Gunnar Smári ennfremur.
Hann sagði,að það væri alltaf rætt mikið um pólitík í fermingarveislunum.Núna yrðu fulltrúar VG spurðir þar: Hvað eruð þið að gera í þessari ríkisstjórn.Hvers vegna eruð þig að verja spillingu Sjálfstæðisflokksins.En VG varði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra af öllu afli ,þegar vantrauststillaga kom fram á ráðherrann fyrir skömmu.. Í fyrra gagnrýndi VG Sigríði og Sjálfstæðisflokkinn harðlega m.a. fyrir " uppreist æru málið" og fyrir mistök við skipan dómara í landsrétt.Það var allt gleymt nú og flokkurinn snúinn í málinu.
Styrmir Gunnarsson fyrrv ritstjóri Mbl. var í Silfrinu líka. Hann ræddi m.a. þá atburði sem orðið hafa í verkalýðshreyfingunni; glæsilega kosningu Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu.Hann sagði,að kosning Sólveigar Önnu í Eflingu og kosning Ingu Sæland á alþingi væru merkilegir atburðir. Styrmir sagði,að Inga Sæland talaði eins og verkalýðsleiðtogar fyrri tíma.Hann er greinilega mjög hrifinn af henni.
Styrmir sagði,að VG hefði lykilstöðu í ríkisstjórninni.Flokkurinn gæti haft áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn; gæti fengið þá til þess að samþykkja kjarabætur fyrir það verkafólk,sem þyrfti sárlega á kjarabótum að halda.
Styrmir virðist binda vonir við,að ríkisstjórnin muni koma það mikið til móts við verkalýðshreyfinguna,að verkföllum verði afstýrt. Það er hugsanlegt.En ég er ekki eins bjartsýnn á það og Styrmir. Sennilega er þessi leið Styrmis eina leið stjórnarinnar til þess að lifa af.Ella er hætt við að hún springi í loft upp snemma.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.