Kjör aldraðra og öryrkja verða styrkt

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál  aldraðra.Hún hefur á alþingi flutt fjölmörg þingmál um afkomutryggingu aldraðra þar sem gert er ráð fyrir að lífeyrir aldraðra hækki í samræmi við hækkun framfærslukostnaðar.Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu.Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétt þetta misrétti. Og ennfremur  sagði, að  Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Ég treysti  Jóhönnu til þess að framkvæma þetta.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband