Laugardagur, 17. mars 2018
Mótmælt lokun útibús Arion banka í Mosfellsbæ
Arion banki hefur tilkynnt,að hann hyggist loka útibúi bankans í Mosfellsbæ 1o.mai n.k.Þetta mælist mjög illa fyrir í sveitarfélaginu,einkum meðal margra eldri borgara.
Ekkert bankaútibú var í Mosfellsbæ fyrir árið 1969 og í dag er Arion banki sá eini sem starfar í Mosfellsbæ.Það er því verið að færa klukkuna til baka til ársins 1969 hvað varðar bankaþjónustu í sveitarfélaginu. Þó hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað mikið og eru þeir nú komnir yfir 10 þúsund.Íbúar að Hlaðhömrum,sem búa í öryggisíbúðum aldraðra,mótmæla lokun bankaúibúsins.Þeir hafa getað gengið í bankaútibúið.Margir þeirra eru hættir að aka og því komast þeir ekki í banka, ef útíbúið lokar.Um skeið komu bankafulltrúar reglulega í Eirhamra félagsmiðstöð eldri borgara í Mosfellsbæ til þess að veita bankaþjónustu.En sú þjónusta var lögð niður fyrir mörgum árum.Nú á enn að skerða bankaþjónustuna af hálfu Arion banka; það mun bitna illa á eldri borgurum.Stór hópur eldri borgara notar ekki tölvur og getur því ekki sinnt bankaviðskiptum gegnum þær.Þess er að vænta,að bankastjórn Arion banka endurskoði ákvörðun sína um lokun bankaútibúsins
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Og enn lengra verður fyrir Akurnesinga að sækja þjónustu þessa banka. Fyrir um áratug var útibúið á Akranesi lagt niður og þjónustan færð yfir í Mosfellsbæ. Stór hluti viðskiptavina bankans á Akranesi flutti sín viðskipti í aðra banka og gera má ráð fyrir að þeir fáu sem enn versla við Arionbanka muni nú hugsa sér til hreyfings.
Sama þróun mun augljóslega verða í Mosfellsbæ, fjöldi viðskiptavina mun yfirgefa Arionbanka og færa sín viðskipti yfir í aðra banka.
Það er reyndar fyrir löngu orðið ljóst að bankar á Íslandi líta sig ekki sem þjónustufyrirtæki við sína viðskiptavini, heldur öfugt!
Gunnar Heiðarsson, 18.3.2018 kl. 07:53
Ég mótmæla lókun Arion bankinn
Ásgeir Pálsson (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.