Laugardagur, 24. mars 2018
Dýrkeyptur hégómi.Sagan endurtekur sig
Haustið 2004 varð Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins forsætisráðherra í samstjórn með Davíð Oddssyni,Sjálfstæðisflokknum enda þótt Framsókn væri miklu minni flokkur á alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn. Halldór fór fram á það við Davíð að fá forsætisráðherrastólinn; taldi það mikilvægt og að það mundi styrkja sig og flokkinn pólitískt.Ég skrifaði þá blaðagrein undir fyrirsögninni:Dýrkeyptur hégómi.Ég þóttist sjá,að þetta gæti orðið Halldóri og Framsókn dýrt pólitískt og það reyndist svo.Framsókn hafði engin völd í ríkisstjórninni út á forsætisráðherrann,ekki einu sinni Hagstofuna í byrjun.Framsókn hafði aðeins fundarstjóra ríkisstjórnarinnar og hégómann sem fylgir því að hafa fínan bíl og titil forsætisráðherra. En Sjálstæðisflokkurinn réði öllu í ríkisstjórninni. Þeir höfðu miklu meiri þingstyrk.Halldór tapaði á þessu pólitískt,missti fylgi,Framsókn missti fylgi og Halldór sagði af sér sem formaður eftir stjórnarsetuna. Sagan er að endurtaka sig.Það reynist Katrínu einnig dýrkeyptur hégómi að fara fram á forsætisráðherrastólinn. Hún ræður engu í stjórninni. Er að vísu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum en það er það eina. En það leynist engum,að Bjarni ræður öllur í stjórninni.Katrín getur ekki einu sinni hækkað lífeyri lægst launaða lífeyrisfólks nema með leyfi Bjarna.Hann stendur á bremsunni þó nógir peningar séu til.Katrín hefur fallegan ráðherrabíl og getur farið í skemmtilegar utanlandsferðir til Parísar og Berlínar en það er dýrkeyptur hégómi.Sagan endurtekur sig.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.