Þriðjudagur, 10. apríl 2018
Ekki ein einasta króna sem á að fara í vasa eldri borgara!
Ég hafði ekki mikla trú á því, þegar forsætisráðherra sagði að skipa ætti starfshóp til þess að fjalla um vanda eldri borgara.Það var heilmikið í kringum þetta. Nær öll stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík var boðuð til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í byrjun mars til þess að hlíða á boðskap hennar um að skipa ætti starfshóp um mál eldri borgara.Undur og stórmerki.Ég taldi ekki þurfa neinn starfshóp.Ég taldi þurfa aðgerðir strax,hækkun lífeyris nú þegar. Allar staðreyndir málsins liggja á borðinu.Það þarf þess vegna engan starfshóp.Það tefur aðeins málið.
Nú skrifar Ellert Schram formaður FEB á heimasíðu félagsins: Samþykkt var að skipa starfshóp en hvað svo.Ekkert.Engin nefnd.Engin umræða. Tíminn líður... hvergi sé ég eina einustu krónu,sem á að fara í vasa eldri borgara.
Eins og ég sagði:Ég hafði ekki mikla trú á fyrirheiti forsætisráðherra um að skipa starfshóp.En ég reiknaði þó með því,að starfshópurinn yrði myndaður. Það er ekki einu sinni gert.Það er algeng aðferð stjórnmálamanna að svæfa mál í nefnd eða starfshóp.Ég legg því til að hætt verði við starfshópinn og gengið strax í að hækka lífeyri þeirra,sem verst eru staddir
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.