Aldraðir og öryrkjar fengu 3,9 milljarða bakreikning frá Tryggingastofnun!

 

Eldri borgarar og öryrkjar fengu bakreikning frá Tryggingastofnun vegna uppgjörs ársins 2017 upp á 3,9 mlljarða kr. M.ö.o: Öldruðum og öryrkjum var gert að endurgreiða 3,9 milljarða kr vegna ársins 2017.Tryggingastofnun sagði, að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið ofgreitt árið 2017 sem þessu næmi; meðalskuld hvers væri 157 þúsund kr.Það er undarlegt á þessari tækniöld, sem við búum á , að Tryggingastofnun skuli ekki geta komist nær réttum útreikningi fyrir aldraða og öryrkja en raun ber vitni.TR getur fengið allar upplýsingar hjá lífeyrissjóðum um þær fjárhæðir, sem aldraðir (og öryrkjar) fá þaðan.Og eftir að TR fékk upplýsingar frá bönkunum um vaxtatekjur aldraðra og öryrkja þar á TR einnig að geta fengið nákvæmar upplýsingar frá bönkunum um fjármagnstekjur aldraðra og öryrkja.

 

Slikir bakreikningar tíðast ekki á hinum Norðurlndunum

Það tíðkast ekki slíkir bakreikningar á hinum Norðurlöndunum.Ástæðan er einkum sú, að miklar tekjutengingar og skerðingar eins og hér eru þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Með afnámi tekjutenginga hér mundu allir bakreikningar falla niður.Beinast liggur við að fara þá leið.Önnur rök mæla einnig með því að fara hana:Það er ekki unnt að bjóða eldri borgurum upp á það, að fyrst eigi þeir fullt i fangi með að hafa fyrir öllum útgjöldum sínum með lágum lífeyri,sem þeir fá en síðan fái þeir í hausinn háa bakreikninga, sem þeir eru marga mánuði að greiða niður.Það er óásættanlegt fyrirkomulag.

Lofað að afnema tekjutengingar.Svikið!

Fyrir kosningar 2013 sendi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eldri borgurum bréf og lofaði þeim að afnema allar tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra hjá TR.Hvað þýddi
þetta loforð: Það þýddi, að hætta átti öllum skerðingum
lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum.Hætta átti öllum skerðingum vegna fjármagnstekna,vegna atvinnutekna og vegna allra annarra tekna.Ef staðið hefði verið við þetta loforð Bjarna hefði það haft gífurlega breytingu í för með sér; miklar kjarabætur fyrir aldraða.En loforðið var svikið

Skerðingar auknar; tekjutengingar meiri en áður

En það er ekki nóg með að loforðið um að afnema

tekjutengingar hafi verið svikið heldur hafa skerðingar,tekjutengingar verið auknar.Krónu móti krónu skerðingin sem gildir gagnvart öryrkjum hjá Tryggingastofnun,er tekjutenging á hæsta stigi;gróf skerðing,mikil kjaraskerðing.Þessi krónu móti krónu skerðing var afnumin hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 en það var svikið á síðustu stundu að afnema hana einnig hjá öryrkjum.Það var komið inn í frumvarp en var strikað út! Ástæðan var sú að því er sagt var,,að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats.Það var sú skýring sem rikisstjórn Sigurðar Inga gaf.

Ríkisstjórnin ákvað að svíkja öryrkja á síðustu stundu ogreyna að kúga þá "til hlýðni" .Ógeðfelld vinnubrögð.Svikin gagnvart öryrkjum hafa nú staðið í 17 mánuði og síðustu 6 mánuði hafa Vinstri græn staðið að svikunum einnig!


Eldri borgarar eiga það inni,að skerðingar verði afnumdar

Nú hefur dr. Haukur Arnþórssonreiknað út, að greiðslur íslenska ríkisins til eftirlauna aldraðra séu mun minni en í öðrum rikjum OECD.Ef miðað er við hlutfall vergra þjóðartekna kemur í ljós,að greiðslur hins opinbera (ríkisins) í öðrum OECD ríkjum séu mun meiri en hér..Greiðslur hins opinbera til jafnaðar á einu ári hjá OECD ríkjum nema 36 milljörðum kr. hærri fjárhæð að meðaltali  en greiðslur íslenska ríkisins til eftirlauna. Það kostar ríkið hér svipaða upphæð að afnema allar tekjutengingar,allar skerðingaar eldri borgara hjá TR.Það er því engin spurning að ráðast á i afnám allra skerðinga strax.Það er ekki aðeins eðlilegt, heldur ber íslenska ríkinu skylda til þess að ráðast í afnám þessara skerðinga.Íslenskir eldri borgarar hafa verið hlunnfarnir af ríkinu hér.Ríkið hefur ekki gert eins vel við sina eldri borgara eins og hið opinbera í OECD hefur gert.En með því að hagvöxtur er meiri hér höfum við ekki aðeins efni á því að gera eins vel við okkar eldri borgara og önnur ríki OECD gera,heldur ber okkur skylda til þess að gera það.Það verður að lyfta eldri borgurum Íslands upp á sama grundvöll og gildir hjá öðrum OECD ríkjum.


Grunnlífeyrir felldur niður

Um áramótin 2016/2017 við gildistöku nýrra laga um almannatryggingar var grunnlífeyrir felldur niður.Við það voru 4200 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga þó þeir hefðu greitt skatta alla sína starfsævi og margir þeirra hefðu greitt tryggingagjald frá unga aldri,sumir frá 16 ára aldri.Grunnlifeyrir var heilagur áður.Það mátti ekki snerta hann.Á hinum Norðurlöndunum fá allir grunnlífeyri.Í dag er Ísland eina land Norðulandanna,þar sem stór hópur eldri borgara fær engar greiðslur frá Tryggingastofnun,almannatryggingum.Við erum miklir eftirbátar hinna Norðurlandanna á þessu sviði.Áður,þegar almannatryggingar voru stofnaðar 1946,vorum við í fararbroddi almannatrygginga á Norðurlöndum og víðar i Evrópu.

Björgvin Guðmundsson

www.gudundsson.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband