Mánudagur, 7. janúar 2019
Misstu bæði ráð og rænu,þegar sást í ráðherrastólana!
Hverju lofaði "Róttæki sósialistaflokkurinn",sem ekki er lengur sósialistaflokkur fyrir kosningar 2017.Flokkurinn lofaði ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra heldur lofaði einnig að uppræta fátækt.Hvort tveggja hefur verið svikið.En til þess að bæta um betur er flokkurinn kominn í vinnu hjá íhaldinu,orðinn eins konar húskarl þar við að berja niður launakröfur verkafólks og tekur undir söng atvinnurekenda um,að ekki sé svigrúm fyrir neinar launahækkanir.Það hefur ekki verið stefna "róttæka sósialistaflokksins "eða forvera hans að halda ætti launum verkafólks niðri en nú er það allt í einu orðin stefna flokksins.Þetta er gjaldið,sem þarf að greiða fyrir hégómann,fyrir háu launin,fína bílinn og ferðirnar um loftin blá og fyrir starf fundarstjóra í stjórninni.Framsókn setti fram það kosningaloforð fyrir kosningarnar 2017 að hækka ætti lægstu laun umtalsvert.Hefur ekki minnst á það síðan. Það er eins og formaður flokksins og formaður "Róttæka sósialistaflokksins" hafi misst bæði ráð og rænu,þegar þeir sái hilla undir ráðherrastólana.Já,hégóminn er máttugur!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.